Merkimiði - Hrd. 1999:2025 nr. 428/1998 (Eignamiðstöðin Hátún og makaskipti)
Hjón komu við á fasteignasölu og vildu framkvæma makaskipti. Ekki tókst að ganga frá þeim viðskiptum. Höfðu þau veitt fasteignasölunni söluumboð en Hæstiréttur taldi það hafa verið einskorðað við makaskiptin. Hjónin höfðu samband við fasteignasalann og sögðust ekki þurfa lengur aðstoð að halda og sömdu sjálf beint við kaupendur. Hæstiréttur taldi að umboðið hefði þá fallið niður.