Kaupþing tók að sér fjárfestingar fyrir hönd Félagsstofnun stúdenta en efnahagshrunið 2008 leiddi til mikillar verðrýrnunar. Skv. matsgerð höfðu sumar þeirra leitt til tjóns þrátt fyrir að Kaupþing hefði haldið sig innan fjárfestingarstefnu sinnar. Því var ekki talið sýnt að vanefndin hefði leitt til tjónsins.