Merkimiði - Hrd. nr. 425/2008 dags. 19. mars 2009 (Vegagerðin og eignarnám - Brekka í Núpasveit)
Vegagerðin vildi leggja þjóðveg og valdi leið er myndi krefjast eignarnáms jarðarinnar Brekku í Núpasveit. Í þeim tilgangi fékk Vegagerðin framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu og krafðist umrædds eignarnáms, er eigendur jarðarinnar voru ekki sáttir með. Yfirlýstur tilgangur þeirrar tilteknu leiðar væri að stytta akstursvegalengdir milli þéttbýliskjarna og þar af leiðandi stuðla að myndun eins þjónustusvæðis. Nokkrir möguleikar voru fyrir hendi og voru valkostirnir sendir til úrskurðar hjá Skipulagsstofnun og við málsmeðferð hennar leitaði hún umsagnar sveitarfélagsins. Hún taldi þrjár leiðir koma helst til greina (nr. 140, 141, og 150) en taldi þá leið sem málið snýst um (nr. 141) vera þá álitlegustu. Fornleifavernd ríkisins ritaði til Skipulagsstofnunar í tilefni úrskurðsins og taldi hina völdu leið þrengja mjög að fornminjum á svæðinu og leið nr. 150 vera ákjósanlegri.
Eigendurnir kærðu úrskurð Skipulagsstofnunar til ráðherra og færðu í kæru sinni rök fyrir leið nr. 150 og tefldu því einnig fram að hægt væri að nýta jarðir sem íslenska ríkið ætti þá þegar. Ábúendurnir kærðu þá einnig úrskurð Skipulagsstofnunar þar sem andmælt væri vali á leið nr. 150. Ráðherra taldi ekki ástæðu til annars en að staðfesta hinn kærða úrskurð en þó með skilyrðum eftir því hvaða leið yrði valin.
Fyrir héraðsdómi kröfðust eigendurnir ógildingar á eignarnáminu og framkvæmdaleyfinu. Í héraði voru málsúrslit þau að bæði Vegagerðin og sveitarfélagið voru sýknuð af téðum kröfum eigendanna.
Hæstiréttur sýknaði sveitarfélagið af kröfu um ógildingu framkvæmdaleyfisins þar sem ekki fundust annmarkar í stjórnsýslumeðferð málsins er réttlætti það, en hann ógilti hins vegar eignarnámið á þeim forsendum að Vegagerðin gat ekki sýnt fram á að leið nr. 141 hafi verið betri en hinar, þar á meðal á grundvelli óstuddra yfirlýsinga um kostnaðarauka ef leið nr. 150 yrði valin í staðinn. Þær jarðir sem leið 150 hefði legið um voru allar í eign ríkisins og því leitt til vægari aðgerða gagnvart almenningi en hinar leiðirnar.
Hæstiréttur féllst á kröfu húsfélagsins þar sem aðgerðirnar uppfylltu þau skilyrði sem stjórnarskráin gerir, þá einkum skilyrðið um almannaþörf og meðalhóf, og að sérstakt mat hafi farið fram á þessu. Lagastoð væri svo uppfyllt með 55. gr. laga um fjöleignarhús. Þá þyrfti jafnframt að virða friðhelgi eignarréttar hinna íbúðareigenda innan fjöleignarhússins en á því hefði verið brotið vegna verðrýrnunar er athæfi H hefði falið í sér. Óvissan um að hægt yrði að fá endurgjald vegna viðgerða hinna á kostnað H, þrátt fyrir lögveð, var of mikil að sú leið teldist raunhæf.
Með þeirri leið að H geti annaðhvort sjálf séð um sölu eignarinnar eða knúið væri á um uppboð samkvæmt lögum um nauðungarsölu, taldi Hæstiréttur að með því væri nægilega tryggt að H fengi fullt verð fyrir íbúðina í skilningi eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.Hrd. nr. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML]