Ágreiningur um hvort réttilega hefði verið bundið við gengi erlends gjaldmiðils. Lánsfjárhæðin samkvæmt skuldabréfi var tilgreind vera í japönskum jenum og að óheimilt væri að breyta upphæðinni yfir í íslenskar krónur. Tryggingarbréf var gefið út þar sem tiltekin var hámarksfjárhæð í japönskum jenum eða jafnvirði annarrar fjárhæðar í íslenskum krónum.
Í dómi Hæstiréttur var ekki fallist á með útgefanda tryggingarbréfsins að hámarkið væri bundið við upphæðina í íslenskum krónum og því fallist á að heimilt hafði verið að binda það við gengi japanska yensins.