Merkimiði - Hrd. 1996:2466 nr. 216/1995 (Staða skulda við fasteignasölu)
Kaupendur fóru í bótamál gegn seljendum og fasteignasala. Kaupendurnir voru upplýstir um veðskuld sem þeir tóku svo yfir, og þær uppreiknaðar. Fjárhagsstaða seljandanna var slæm á þeim tíma og lágu fyrir aðrar veðskuldir sem seljendur ætluðu að aflétta en gerðu svo ekki.
Fasteignin var svo seld á nauðungaruppboði. Fasteignasalinn var talinn hafa skapað sér bótaábyrgð með því að hafa ekki látið vita af hinum veðskuldunum með hliðsjón af slæmri fjárhagsstöðu seljendanna en svo tókst ekki að sanna tjónið.