Fara á yfirlitÚrlausnir Hæstaréttar Íslands
Hrd. 2006:5186 nr. 579/2006 (Verðmat á jörð)[HTML]Hjón deildu um verðmat á jörð og K fer fram á verðmat en vill að miðað sé við tvö tímamörk. Biður fyrst um verðmat miðað við framlagningu umsóknar en síðan einnig um verðmat frá 2005 þegar óskað var opinberra skipta. Matið fer fram árið 2006.
Dómstóllinn segir að verðmatið eigi að miða við gangverð á þeim tíma sem verðmatið fór fram. Synjað var því dómkröfu K um verðmat á þeim dögum sem hún vildi miða við.
Hrd. nr. 161/2016 dags. 8. mars 2016 (Hommar búsettir erlendis)[HTML]Tveir samkynhneigðir karlmenn giftu sig hér á landi án þess að hafa skráða búsetu eða sérstök tengsl við Ísland. Þeir kröfðust lögskilnaðar á Íslandi þar sem þeir gátu ekki fengið því framgengt í heimalöndum sínum sökum þess að samkynhneigð væri ólögleg þar.
Beiðni þeirra var synjað þar sem þeir uppfylltu ekki skilyrði laganna um lögheimili eða heimilisfesti hér á landi, og því hefðu íslenskir dómstólar ekki lögsögu í slíkum málum.