M var eini þinglýsti eigandi fasteignar. K hélt því fram að hún ætti hluta í henni.
Framlögin til fasteignarinnar voru rakin.
Þinglýsing eignarinnar réð ekki úrslitum, þó hún hafi verið talin gefa sterkar vísbendingar.
Strangt í þessum dómi að eingöngu sé farið í peningana og eignarhlutföll í þessari fasteign og fyrri fasteignum sem þau höfðu átt, en ekki einnig farið í önnur framlög K.
K var talin hafa 25% eignarhlutdeild.