Fara á yfirlitÚrlausnir Hæstaréttar Íslands
Hrd. 1999:1384 nr. 94/1999 (Nautgripir)[HTML][PDF]Þau voru sammála um að viðmiðunardagur skipta yrði settur á dag fyrsta skiptafundarins.
Deilt var um verðmat á nautgripabúi. Opinber skipti höfðu farið fram en M hafði umráð búsins. K hafði flutt annað.
Nautgripirnir höfðu verið listaðir upp. Ekki fyrr en tveimur árum síðar kemur í ljós að innan við helmingurinn af þeim væri til staðar. M nefndi að um væri að ræða eðlilegan rekstur og sum þeirra höfðu drepist.
Skiptastjórinn benti á að M væri óheimilt að ráðstafa nautgripunum án síns samþykkis og að umráðafólki eigna sem falla undir opinber skipti er skylt að fara vel með þær. M var þá gert að rekja örlög hvers nauts og höfðu þá sum þeirra drepist. Kom þá í ljós að M hafði selt naut úr búinu en á óeðlilega lágu verði.
Hrd. 1999:3062 nr. 258/1999 (Stóðhesturinn Safír og fleiri hestar)[HTML][PDF]K og M deildu um það hvort þeirra fengi hvaða hest.
M hafði selt Safír áður en þau skildu, á um 2,3 milljónir. Viðmiðunardagur skipta var eftir söluna. K taldi að það hefði verið eitthvað undarlegt við söluna og krafðist verðmats á hestinum, sem var um 7,3 milljónir. Dómurinn taldi að M hefði misbeitt ráðum yfir hjúskapareign með því að gera málamyndasamning um svo lágt söluverð. Verðmæti Safírs samkvæmt verðmatinu var því lagt til grundvallar í skiptunum.
Hæstiréttur taldi hins vegar að ekki væri hægt að gera kröfu um tiltekna útlagningu fyrr en búið væri að fá niðurstöðu um virði og eignarstöðu hverrar eignar.
Hrd. 2002:3707 nr. 483/2002 (Gjöf til barna)[HTML]M og K voru að skilja. M hafði 2-3 árum áður gefið börnum sínum frá fyrra hjónabandi gjöf að upphæð 6 milljónir og taldi K að gjöfin hefði verið óhófleg. K krafðist þess að í stað þess að rifta gjöfinni að hún fengi endurgjald.
Hæstiréttur taldi að þar sem M hafði gefið um 15% af eignum hefði gjöfin ekki talist óhófleg. Auk þess voru engin merki um að verið væri að skjóta eignum frá skiptunum.
Hrd. 2003:2120 nr. 170/2003 (Hamraborg - 3 ár)[HTML]K hafði keypt fasteign á meðan hjúskap varði en eftir samvistarslit.
K og M höfðu slitið samvistum þegar K kaupir íbúð. K vildi halda íbúðinni utan skipta þrátt fyrir að hún hafði keypt íbúðina fyrir viðmiðunardag skipta. Litið var á samstöðu hjónanna og séð að ekki hafi verið mikil fjárhagsleg samstaða meðal þeirra. Talið var sanngjarnt að K mætti halda henni utan skipta.
Hrd. nr. 394/2008 dags. 10. september 2008[HTML]