Merkimiði - Hrd. 1996:2221 nr. 147/1995 (Vikurvinnslusamstæða)
Bótaábyrgðin færðist frá leigusala til leigutaka.
Verkamaður hjá Víkurvinnslu hlaut líkamstjón vegna háttsemi kranamanns sem hafði ásamt krana verið leigður frá öðru fyrirtæki. Litið var meðal annars til þess að kranamaðurinn tók við fyrirmælum frá starfsmönnum leigjandans. Verkið var hluti af nokkuð stóru heildarverki en ekki eitt afmarkað verk. Helmingur tjónsins var fellt á verkamanninn vegna skorts á aðgæslu hans.