Merkimiði - Hrd. 1993:1936 nr. 411/1990 (Fyrirtækjabifreiðin - Bílvelta við Úlfarsfell)
Starfsmaður fékk bifreið frá vinnuveitanda að láni til afnota. Sonur starfsmannsins fékk hana svo að láni og olli tjóni á henni af einföldu gáleysi. Starfsmaðurinn og sonur hans voru dæmdir í óskiptri ábyrgð. Sonurinn bar ábyrgð á sakargrundvelli en faðirinn á grundvelli hlutlægrar ábyrgðar.