Kona rak verslun í eigin nafni þar sem hún stofnaði ekki félag um það. Bróðir hennar rak verslunina vegna veikinda hennar. Hann stofnaði til viðskipta við ÁTVR og ætlaði ÁTVR síðan að innheimta skuld. Konan nefndi að á þeim tíma hefði bróðir hennar tekið við rekstrinum og því hefði hann stofnað til skuldina sjálfur en ekki í umboði hennar. ÁTVR var talið grandlaust þar sem það hefði ekki vitað af þessum eigendaskiptum.