Krafist var andvirði fisks sem var landað á tilteknu tímabili. Kross fór í málið gegn loforðsgjafanum (Ný-fiski). Hæstiréttur taldi að samningurinn bæri með sér að Kross hefði átt sjálfstæðan rétt til efnda þótt því fyrirtæki hefði ekki verið tilkynnt um tilvist samningsins.