Merkimiði - Hrd. 438/2006 dags. 1. mars 2007 (Sinfóníuhljómsveit Íslands)
Reynt var á hvort stjórnsýslulögin ættu við. Starfsmanni hljómsveitarinnar hafði verið sagt upp þar sem hann stæði sig ekki nógu vel í starfi, og var ekki veittur andmælaréttur. Hæstiréttur taldi að hljómsveitin teldist ekki ríkisstofnun en hins vegar ættu stjórnsýslulögin við. Hún væri stjórnvald sökum þess að hún væri í eigu opinberra aðila og rekin fyrir almannafé.