Hæstiréttur taldi að ákvæði stjórnsýslulaga giltu ekki um Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar þar sem um hann giltu ákvæði laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þá gat Hæstiréttur þess að engin sérákvæði væru í lögum sem giltu um starfsemi sjóðsins sem gerði hann frábrugðinn öðrum lífeyrissjóðum, og breytti sú staðreynd ekki því mati þó svo að samþykktir sjóðsins kvæðu á um að eigendur hans teldust vera Reykjavíkurborg og sjóðfélagar, og að hinn fyrrnefndi skipaði þrjá stjórnarmenn í fimm manna stjórn sjóðsins og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar tvo.
Vefeintak af úrlausninni