Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 2005:5264 nr. 235/2005 (Eurovision 1986-2003)

Gunnlaugur Briem (GB) hafði lengi leikið inn á hljómdiska sem Dagur Group ehf. (DG) gaf svo út. Samningar um þann leik voru einvörðungu munnlegir en GB gaf út reikning í hvert sinn. DG hafði stundum endurútgefið tónlistina á ýmsum safndiskum án þess að GB hafi krafist frekari greiðslna fyrir endurútgáfurnar né gefið út reikninga vegna þeirra. Þegar DG gaf út safndisk með Eurovision lögum krafðist GB svo fjárhæðar fyrir endurútgáfuna, sem DG synjaði þar sem fyrirtækið taldi að um eingreiðslu væri að ræða.

Hæstiréttur taldi að GB hefði átt að tilgreina í upphafi hvort hann vildi áskilja sér endurgjald vegna endurútgáfu laganna. DG hefði því getað gert ráð fyrir því að ekki kæmi til greiðslu til GB vegna umrædds disks.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Þessa stundina virðist ekkert vera tengt við þennan merkimiða.