Útboð fór fram á akstri almenningsfarartækja. Engar athugasemdir voru gerðar við fundinn þar sem tilboðin voru opnuð. Um tveimur mínútum fyrir slit fundarins barst tölvupóstur þar sem kostnaður tilboðs, sem var hið lægsta, hefði verið misritaður þar sem á það vantaði kostnaðarliði. Litið var svo á að tilboðið hefði verið gilt þar sem ekki var sýnt fram á misritun.
Hæstiréttur taldi að útbjóðanda hafði verið rétt að lýsa yfir riftun samningsins þar sem ljóst þótti að lægstbjóðandi ætlaði sér ekki að efna samninginn í samræmi við tilboðið, á grundvelli almennra reglna kröfuréttar um fyrirsjáanlegar vanefndir.