Tollgæslustjóri kvartaði yfir því að ríkistollstjóri hefði gengið inn á lögbundið svið hans vegna deiluefnis hvort embættin tvö væru hliðsett stjórnvöld eða hvort tollgæslustjóri væri lægra sett stjórnvald gagnvart ríkistollstjóra. Starfssvið ríkistollstjóra þótti ekki nógu skýrt afmarkað í lögum og tók þá ráðuneytið ýmsar ákvarðanir um skipulagsbreytingar um framkvæmd tollamála, meðal annars með því að skipa tollgæslustjóra undir stjórn ríkistollstjóra með valdframsali og tilkynnt um þær breytingar með bréfi.
Umboðsmaður taldi tollgæslustjórann hafa verið bundinn af þeirri ákvörðun frá þeirri birtingu. Hins vegar taldi umboðsmaður að slíkar skipulagsbreytingar hefðu ekki einungis þýðingu fyrir stjórnvaldið sem fengið valdið framselt, heldur einnig önnur stjórnvöld og almenning. Hefði það verið til marks um vandaða stjórnsýsluhætti að birta þessi fyrirmæli ráðherra um valdframsal, og beindi umboðsmaður því til ráðherra að sambærileg fyrirmæli yrðu framvegis birt í samræmi við lög.