Merkimiði - Hrd. 1947:100 nr. 41/1945 (Loforð um að veita ekki aðstoð í skaðabótamáli)
Ágreiningur stóð á milli kröfueiganda og lögmannsstofu. Fyrrnefndi var ósáttur við afgreiðslu hins síðarnefnda og gerði samning við tvo skuldara um að höfða mál gegn lögmannsstofunni. Hluti af þeim samningi var að skuldararnir myndu ekki veita lögmannsstofunni neina aðstoð við málsóknina gegn því að hluti skuldanna yrði felldur niður.