Matsveinn á skipi og var ráðningarfyrirkomulag hans sérstakt miðað við almennan vinnumarkað. Hann veikist og taldi sig eiga veikindarétt. Vinnuveitandinn réð hann stöðugt til skamms tíma og taldi matsveinninn það vera til málamynda.
Hæstiréttur nefndi að samkvæmt sjómannalögum væri hægt að gera tímabundna ráðningarsamninga en litið á aðstæður. Þar sem útgerðin var í fjárhagskröggum og allir sjómennirnir voru einnig ráðnir í tímabundinn tíma með því markmiði að bjarga útgerðinni. Taldi hann því fyrirkomulagið í þessu tilviki hafi ekki verið ósanngjarnt. Ekki var sýnt fram á að um hefði verið að ræða málamyndagerning.