Bankar keyptu mikið af eigin bréfum en kappkostuðu við að fara ekki yfir 5% mörkin.
Fyrirtækið IceCapital ehf. (þá Sund ehf.) hafði gert samning við banka um eignastýringu. Fjárfestingarstefnunni hafði verið breytt þannig að heimilt hafði verið að fjárfesta öllu fénu í hlutabréf. Bankinn nýtti sér það til að láta fyrirtækið kaupa hlut í sjálfum sér. Handveð voru lögð fram í hlutabréfunum sjálfum.
Hæstiréttur taldi ósannað að beitt hafi verið svikum, þrátt fyrir að Rannsóknarskýrsla Alþingis hafi verið lögð fram.