Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 2000:869 nr. 374/1999 (Flugafgreiðslan - Hlaðmaður)

Hlaðmanni á Keflavíkurflugvelli var sagt upp fyrirvaralaust vegna ásakana um að hann hefði stolið varningi úr farmi, auk þess sem hann var kærður til lögreglu. Á meðan sakamálinu stóð höfðaði hann einkamál til að krefjast launa er samsvöruðu launagreiðslum í uppsagnarfresti og lauk því með fullnaðarsamkomulagi. Sakamálið var svo fellt niður. Hann kærði svo stjórn vinnuveitanda síns fyrir rangar sakargiftir. Hæstiréttur taldi að þar sem uppsögnin var reist á sögusögnum hefði hún verið óréttmæt. Starfsmaðurinn var ekki álitinn hafa afsalað sér öðrum rétti með útgáfu einfaldrar fullnaðarkvittunar þar sem hún ætti eingöngu við um þá kröfu.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Alþingi (1)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjavíkur

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-1974/2014 dags. 17. mars 2015[HTML]

Fara á yfirlit

Alþingi

Athugið að eingöngu eru birt þingskjöl, þingræður og erindi til Alþingis í tengslum við viðkomandi mál, ef skjalið/ræðan hefur þennan merkimiða.

Löggjafarþing 138

Þingmál A494 (sanngirnisbætur)[HTML]

Þingskjöl:
Þingskjal nr. 860 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2010-03-23 16:52:00 [HTML] [PDF]