Hrd. 2003:3411 nr. 549/2002 (Öryrkjadómur II)[HTML][PDF] Eftir uppkvaðningu fyrri öryrkjadómsins, hrd. Öryrkjadómur I (2000:4480), samþykkti Alþingi lög er kváðu á um skerðingar kröfuréttinda er Hæstiréttur staðfesti í þeim dómi á þann veg að kröfur vegna tiltekins tímabils teldust fyrndar og kröfur vegna annars tiltekins tímabils voru lækkaðar.
Öryrki er varð fyrir skerðingu vegna laganna höfðaði dómsmál á þeim grundvelli þess að viðkomandi ætti að fá fullar bætur. Hæstiréttur tók undir og áréttaði að kröfuréttur hefði stofnast með fyrrnefndum dómi Hæstaréttar sem mætti ekki skerða með afturvirkum og íþyngjandi hætti.