Merkimiði - Hrd. 2002:1148 nr. 384/2001 (Kampýlóbakter)
Baktería kom upp á kjúklingabúi. Neytendur keyptu kjúkling beint af því búi, grilluðu hann, og urðu svo fyrir sýkingu. Ljóst þótti að þau hefðu ekki grillað hann nógu vel þar sem þeim hefði tekist að drepa bakteríuna ef þau hefðu gert það. Var því ekki fallist á bótakröfu neytendanna.