Fara á yfirlitÚrlausnir Hæstaréttar Íslands
Hrd. 1999:3062 nr. 258/1999 (Stóðhesturinn Safír og fleiri hestar)[HTML][PDF]K og M deildu um það hvort þeirra fengi hvaða hest.
M hafði selt Safír áður en þau skildu, á um 2,3 milljónir. Viðmiðunardagur skipta var eftir söluna. K taldi að það hefði verið eitthvað undarlegt við söluna og krafðist verðmats á hestinum, sem var um 7,3 milljónir. Dómurinn taldi að M hefði misbeitt ráðum yfir hjúskapareign með því að gera málamyndasamning um svo lágt söluverð. Verðmæti Safírs samkvæmt verðmatinu var því lagt til grundvallar í skiptunum.
Hæstiréttur taldi hins vegar að ekki væri hægt að gera kröfu um tiltekna útlagningu fyrr en búið væri að fá niðurstöðu um virði og eignarstöðu hverrar eignar.
Hrd. nr. 511/2016 dags. 15. september 2016 (Skipta jafnt eignum þeirra - Sameign eftir 16 ár)[HTML]M hafði staðið í miklum verðbréfaviðskiptum og hafði miklar tekjur.
K hafði sáralitlar tekjur en sá um börn.
K fékk fyrirfram greiddan arf og arð, alls um 30 milljónir. Hann rann inn í bú þeirra.
M hafði unnið í fyrirtæki í eigu fjölskyldu K og fékk góð laun þar.
Þau voru talin vera sameigendur alls þess sem M hafði eignast.
Hrá. nr. 2019-205 dags. 27. júní 2019[HTML]