Merkimiði - Hrd. 1947:535 nr. 106/1947 (Innskot á leigusamning)
Verið var að endurnýja leigusamning þann 5. febrúar 1947. Þar mátti finna ákvæði um að rýma ætti íbúðina eftir um 3 mánuði. Leigjandinn beitti því fyrir sér að hann gerði sér ekki grein fyrir rýmingarákvæðinu og gerði því mistök.
Hæstiréttur ógilti samningsákvæðið og vísaði m.a. í að leigjandinn væri fátækur barnsfaðir, að hann hefði áður reynt að komast hjá því að þurfa að fara og breytingin hefði ekki verið kynnt honum.