Fjármögnunarsamningur milli Byrs sparisjóðs og byggingarverktaka. Sparisjóðurinn tilkynnti að sökum forsendubrestar væri fjármögnunarsamningurinn niðurfallinn. Í bréfi sparisjóðsins kom fram að forsendurnar hefðu verið mikill byggingarhraði og fastmótuð byggingaráætlun en það hefði ekki gengið upp vegna ýmissa vandkvæða, meðal annars tafir á útgáfu byggingarleyfis.
Fyrir dómi krafðist sparisjóðurinn riftunar. Hæstiréttur taldi að sparisjóðurinn hefði haft fulla vitneskju um tafirnar á verkinu og skammur byggingartími hafi ekki verið ákvörðunarástæða. Þá taldi hann að byggingarverktakanum hafi verið kunnugt um þær forsendur sem sparisjóðurinn tefldi fram.
Varðandi kröfur á sviði kröfuréttar taldi Hæstiréttur ekki hafa verið sýnt fram á vanefnd er gæti réttlætt riftun, hvorki samkvæmt almennum reglum né samkvæmt samningi þeirra.