Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 87/2011 dags. 17. nóvember 2011 (Héðinsreitur)

Síað eftir merkimiðanum „Hrd. 87/2011 dags. 17. nóvember 2011 (Héðinsreitur)“.

Fjármögnunarsamningur milli Byrs sparisjóðs og byggingarverktaka. Sparisjóðurinn tilkynnti að sökum forsendubrestar væri fjármögnunarsamningurinn niðurfallinn. Í bréfi sparisjóðsins kom fram að forsendurnar hefðu verið mikill byggingarhraði og fastmótuð byggingaráætlun en það hefði ekki gengið upp vegna ýmissa vandkvæða, meðal annars tafir á útgáfu byggingarleyfis.

Fyrir dómi krafðist sparisjóðurinn riftunar. Hæstiréttur taldi að sparisjóðurinn hefði haft fulla vitneskju um tafirnar á verkinu og skammur byggingartími hafi ekki verið ákvörðunarástæða. Þá taldi hann að byggingarverktakanum hafi verið kunnugt um þær forsendur sem sparisjóðurinn tefldi fram.

Varðandi kröfur á sviði kröfuréttar taldi Hæstiréttur ekki hafa verið sýnt fram á vanefnd er gæti réttlætt riftun, hvorki samkvæmt almennum reglum né samkvæmt samningi þeirra.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Hrd. 258/2017 dags. 30. maí 2017[HTML] [PDF]


Aðrar úrlausnir

Úrlausnir sem hafa þennan merkimiða. Athugið að taka ekki þessum lista sem tæmandi.

Lrú. 129/2018 dags. 15. mars 2018[HTML]


Lrú. 129/2018 dags. 27. ágúst 2018[HTML]


Lrú. 37/2020 dags. 11. mars 2020 (Héðinsreitur)[HTML]
Krafist var skaðabóta upp á fjóra milljarða króna í héraði. Málinu var vísað aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar.

Lrú. 224/2021 dags. 24. febrúar 2022[HTML]