Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 2000:2285 nr. 26/2000 (Sumarbústaður og snjór - Eyrarskógur)

Síað eftir merkimiðanum „Hrd. 2000:2285 nr. 26/2000 (Sumarbústaður og snjór - Eyrarskógur)“.

E keypti lóð sem hann ætlaði að reisa sumarhús á, sem hann svo gerði. Fáeinum árum eftir að sumarhúsið hafði verið reist skemmdist það af völdum snjóþunga. Leitaði E þá til byggingarnefndar hreppsins og ályktaði hún að ekki yrði mælt með því að lóðin yrði nýtt sem byggingarlóð fyrir sumarhús.

Skipulagsstjórn ríkisins hafði fyrir byggingu sumarhússins gert skipulag fyrir sumarhúsahverfi í sama skógi, sem hreppurinn hafði samþykkt, og því litið svo á að svæðið væri almennt hæft fyrir sumarbústaði. Af þeim sökum lagði Hæstiréttur sönnunarbyrðina á E um að sýna að restin af lóðinni sem hann keypti hefði einnig verið haldin þeim annmarka að vera óhæf til að reisa sumarhús. Þar sem E gerði enga tilraun til að sýna fram á það var seljandinn sýknaður af kröfum E um ógildingu samningsins og einnig varakröfu hans um riftun.

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.