Merkimiði - Lög um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt, nr. 16/1938
Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: Skannað eintak úr prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Hrd. 1975:164 nr. 37/1973 (Fóstureyðing - Rauðir hundar)[PDF] Hrd. 1979:1285 nr. 21/1978 (Vönun)[PDF] Vinnuveitandi og læknir voru taldir bera bótaábyrgð.Hrd. 2001:3962 nr. 417/2001 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML][PDF] Ágreiningur var hvort dóttir látins manns hefði lögvarða hagsmuni af kröfu um að tilteknar upplýsingar um föður sinn færu ekki í gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar. Hæstiréttur taldi að með því að hægt væri að ráða heilsufarsupplýsingar um hana út frá gögnum um föður sinn, þá hefði hún lögvarða hagsmuni af þeirri úrlausn.Hrd. 2003:4153 nr. 151/2003 (Gagnagrunnur á heilbrigðissviði)[HTML][PDF] Á grundvelli skyldna í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar var ekki talið fullnægjandi framkvæmd yfirlýsts markmiðs laga er heimiluðu söfnun ópersónugreinanlegra upplýsinga í gagnagrunn á heilbrigðissviði, að kveða á um ýmiss konar eftirlit með gerð og starfrækslu gagnagrunns opinberra stofnana og nefnda án þess að þær hafi ákveðin og lögmælt viðmið að styðjast í störfum sínum. Þá nægði heldur ekki að fela ráðherra að kveða á um skilmála í rekstrarleyfi né fela öðrum handhöfum opinbers valds að setja eða samþykkja verklagsreglur þess efnis.
Augl nr. 3/1975 - Auglýsing um fullgildingu samnings um alþjóðastofnun fjarskipta um gervihnetti
2010
A
Augl nr. 41/2010 - Lög um brottfall laga nr. 16/1938, um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt[PDF vefútgáfa]