Merkimiði - Hrd. 821/2013 dags. 22. maí 2014 (Maður féll ofan á steyputeina í grunni viðbyggingar)
Um er að ræða mál sem tjónþolinn í Hrd. 536/2012 dags. 28. febrúar 2013 (Viðbygging sumarhúss)ⓘ höfðaði gagnvart vátryggingafélagi til að fá óskertar bætur úr frítímaslysatryggingu sinni en félagið hafði viðurkennt greiðsluskyldu sína að ¾ hluta þar sem ¼ hluti var skertur sökum stórfellds gáleysis tjónþolans. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um að hlutfallið héldist óbreytt.