Austurrískur háskólaprófessor bað um launahækkun á grundvelli austurrískra reglna sem áskilja að til þess að hann fái hækkunina þurfi hann að hafa unnið í austurrískum háskóla í 15 ár. Köbler hafði hins vegar starfað í háskólum í öðrum aðildarríkjum sem samtals taldi 15 ár.
Þrátt fyrir fyrri dóma Evrópudómstólsins dæmdi dómstóll aðildarríkisins prófessornum í óhag.
Prófessorinn krafðist skaðabóta af hendi aðildarríkisins vegna rangrar niðurstöðu dómstóls aðildarríkisins.
Evrópudómstóllinn tók undir að dómstóll aðildarríkisins hefði gert mistök en taldi brotið ekki nægilega alvarlegt til að skapa skaðabótaskyldu aðildarríkisins.