Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) gerði samning við Klettaútgáfuna um útgáfu bókarinnar Barnaljóð. Samið var um að SKB fengi fasta greiðslu á hvert selt eintak og var auglýst að bókin hafi verið seld til styrktar félaginu. Bókin varð svo metsölubók og hagnaðist útgefandinn verulega á því.
SKB vildi fá hlutdeild í þessum aukna hagnaði og krafðist beitingar 36. gr. samningalaga, nr. 7/1936, í þeim tilgangi en á það var ekki fallist. Litið var til þess að SKB bar enga áhættu af útgáfunni.