Bankastjóri réð mann sem bendlaður hafði verið við fjárdrátt í öðrum banka, líklega sem greiða við tengdaforeldra þess manns. Maðurinn var svo staðinn að fjárdrætti í þeim banka. Bankastjórinn hafði samband við tengdaforeldrana og gerði þeim að greiða skuldina vegna fjárdráttarins ella yrði málið kært til lögreglu. Var svo samningur undirritaður þess efnis.
Fyrir dómi var samningurinn ógiltur á grundvelli 36. gr. samningalaga, nr. 7/1936, sökum ójafnræðis við samningsgerðina. Í kröfugerð málsins var ekki byggt á nauðung.