Hæstiréttur kvað á um að „[m]eð almennum lögum [væri] ekki unnt með svo íþyngjandi hætti sem á reyndi í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt“. Braut þetta því í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar.
M varð síðar gjaldþrota. K höfðar í kjölfarið mál og krefst afhendingar á hlutabréfum sem voru föst inn í Kaupþing banka sem hafði farið á hausinn. Ekki var minnst á hlutabréfin í fjárskiptasamningnum. Þrotabú M taldi hlutabréfin vera eign M.
Þá kom í ljós að þau höfðu gert tvo samninga en eingöngu annar þeirra var staðfestur af sýslumanni. Í honum voru eignir þeirra sem voru staðsettar á Íslandi. Hinn samningurinn innihélt samkomulag um skiptingu eigna þeirra erlendis og ætluðu að halda honum leyndum nema nauðsyn krefði.
Í leynisamningnum stóð að K ætti hlutabréfin og viðurkenndi M það.