Verktakafyrirtæki bauð í framkvæmdir til að byggja Borgarholtsskóla. Fyrirtækið varð aðalverktaki er naut svo liðsinnis undirverktakann Fagtún er átti að sjá um þakeiningar. Þær voru smíðaðar í Noregi. Samningur milli byggingarnefndar skólans og verktakafyrirtækisins hljóðaði hins vegar upp á að þakeiningarnar yrðu smíðaðar á Íslandi. Fagtún var svo komið út úr verkinu af þeim sökum en það stefndi svo íslenska ríkinu ásamt fleirum til greiðslu skaðabóta. EFTA-dómstóllinn var spurður hvort slíkt samningsákvæði stæðist EES-samninginn en mat dómstólsins var að það bryti gegn 11. gr. hans.
Fagtún byggði bótakröfu sína á skaðabótum utan samninga og EES-reglunum en íslenska ríkið benti á að ekkert samningssamband væri milli Fagtúns og bygginganefndar Borgarholtsskóla. Hæstiréttur tók undir að samningsákvæðið, sem sett var eftir að útboðið fór fram, færi gegn EES-samningnum. Þá nefndi rétturinn að þar sem Fagtún var hrundið frá verkinu á grundvelli ólögmæts samningsákvæðis hefði byggingarnefndin valdið Fagtúni tjóni með saknæmum hætti er það bæri bótaábyrgð á. Hæstiréttur féllst á bótalið Fagtúns um að það ætti að fá bætt missis hagnaðar. Bótafjárhæðin tók mið af því að litið var á framlagða reikninga en þó lagt til grundvallar að þeir voru ekki unnir af óvilhöllum matsmönnum og fjárhæðin því dæmd að álitum.Hrd. 2004:879 nr. 347/2003[HTML] Hrd. 2005:4506 nr. 182/2005 (Héðinsfjarðargöng I)[HTML] Vegagerðin bauð út verk á Evrópska efnahagssvæðinu um gerð Héðinsfjarðarganga. Lægsta boðið var sameiginlegt tilboð íslensks aðila og dansks aðila sem var 3,2% yfir kostnaðaráætlun. Fyrir tilkynningu úrslita útboðsins samþykkti ríkisstjórn Íslands að fresta verkinu um þrjú ár og nýtt útboð færi fram miðað við það. Í kjölfarið tilkynnti Vegagerðin öllum bjóðendum að öllum tilboðum hefði verið hafnað á grundvelli þensluástands í þjóðfélaginu og að stofnunin fengi ekki nægt fjármagn fyrir þessar framkvæmdir.
Aðilarnir er áttu lægsta boðið kærðu ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála og taldi nefndin að ákvörðunin hefði verið ólögmæt og að hún væri skaðabótaskyld, þó án afstöðu til efndabóta. Þeir höfðuðu svo viðurkenningarmál fyrir dómstólum um skaðabætur. Hæstiréttur taldi að þó lagaheimild væri sannarlega til staðar um að hafna öllum tilboðum væri þó ekki hægt að beita þeirri heimild án þess að fyrir lægju bæði málefnalegar og rökstuddar ástæður. Hann taldi engar málefnalegar ástæður liggja fyrir þeirri ákvörðun. Nefndi hann þar að auki að á Vegagerðinni hefði legið sönnunarbyrðin um að ekki hefði verið samið við lægstbjóðendur en hún axlaði ekki þá sönnunarbyrði. Þar sem lægstbjóðendur hefðu boðið sem næmi hærri fjárhæð en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á var talið að þeir hefðu sýnt fram á að þeir hefðu orðið fyrir tjóni. Var því viðurkennd bótaskylda íslenska ríkisins gagnvart lægstbjóðendum.Hrd. 2006:3130 nr. 1/2006[HTML] Hrd. nr. 450/2007 dags. 8. maí 2008 (Hópbílaleigan I)[HTML] Aðili var lægstbjóðandi í akstur á tveimur tilteknum svæðum. Samt sem áður var tilboði hans hafnað á grundvelli fjárhagslegrar getu og tæknilegs hæfis sem voru ekki tiltekin sérstaklega í útboðsgögnum. Fyrir Hæstarétti var viðurkenndur réttur hans til skaðabóta.Hrd. nr. 758/2015 dags. 15. september 2016 (Búseti hsf.)[HTML] Hrd. nr. 158/2017 dags. 1. mars 2018[HTML]