Niðurhala PDF eintaki þessarar auglýsingar Stjórnartíðinda: Skannað eintak úr prentaðri útgáfu Stjórnartíðinda Athugið: Inniheldur ekki síðari breytingar á auglýsingunni (ef einhverjar), og mögulega ekki leiðréttingar sem gætu hafa verið gerðar á auglýsingunni.
Hrd. 1996:858 nr. 309/1994 (Grafarvogssókn)[PDF] Þrotabú verktakafyrirtækis höfðaði mál gegn Grafarvogssókn og tryggingafélagi og setti fram dómkröfur sínar þannig að Grafarvogssókn bæri að greiða sér fjárhæð og tryggingafélagið yrði að þola dóm í málinu á hendur sókninni.
Verktakafyrirtæki bauð í framkvæmdir til að byggja Borgarholtsskóla. Fyrirtækið varð aðalverktaki er naut svo liðsinnis undirverktakann Fagtún er átti að sjá um þakeiningar. Þær voru smíðaðar í Noregi. Samningur milli byggingarnefndar skólans og verktakafyrirtækisins hljóðaði hins vegar upp á að þakeiningarnar yrðu smíðaðar á Íslandi. Fagtún var svo komið út úr verkinu af þeim sökum en það stefndi svo íslenska ríkinu ásamt fleirum til greiðslu skaðabóta. EFTA-dómstóllinn var spurður hvort slíkt samningsákvæði stæðist EES-samninginn en mat dómstólsins var að það bryti gegn 11. gr. hans.
Fagtún byggði bótakröfu sína á skaðabótum utan samninga og EES-reglunum en íslenska ríkið benti á að ekkert samningssamband væri milli Fagtúns og bygginganefndar Borgarholtsskóla. Hæstiréttur tók undir að samningsákvæðið, sem sett var eftir að útboðið fór fram, færi gegn EES-samningnum. Þá nefndi rétturinn að þar sem Fagtún var hrundið frá verkinu á grundvelli ólögmæts samningsákvæðis hefði byggingarnefndin valdið Fagtúni tjóni með saknæmum hætti er það bæri bótaábyrgð á. Hæstiréttur féllst á bótalið Fagtúns um að það ætti að fá bætt missis hagnaðar. Bótafjárhæðin tók mið af því að litið var á framlagða reikninga en þó lagt til grundvallar að þeir voru ekki unnir af óvilhöllum matsmönnum og fjárhæðin því dæmd að álitum.Hrd. 2001:447 nr. 298/2000 (Hitaveita Stykkishólms - Útboð)[HTML][PDF] Stykkishólmsbær bauð út lagningu hitaveitu og auglýsti hana sem almennt útboð. Níu tilboð komu fram og lagði ráðgjafi fram að lægsta boðinu yrði tekið. Á bæjarstjórnarfundi var hins vegar ákveðið að ganga til samninga við aðila er bauð 27% hærri upphæð í verkið sem þar að auki var með aðsetur í bænum. Réttlætingin fyrir frávikinu var sögð mikilvægi þess að svo stórt verk væri unnið af heimamönnum.
Lægstbjóðandi fór í bótamál við sveitarfélagið og nefndi meðal annars að útboðið hefði ekki verið í samræmi við EES-reglur um útboð. Grundvöllur aðal bótakröfunnar voru efndabætur en varakrafan hljóðaði upp á vangildisbætur. Hæstiréttur féllst á vangildisbætur en nefndi að þótt sjónarmið um staðsetningu þátttakenda í útboði gætu verið málefnaleg þyrfti að líta til þess að það hafi samt sem áður verið auglýst sem almennt útboð og ekkert í henni sem gaf til kynna að sjónarmið sem þessi vægju svo þungt.Hrd. 2001:2458 nr. 209/2001[HTML][PDF] Hrd. 2001:3231 nr. 110/2001[HTML][PDF] Hrd. 2004:879 nr. 347/2003[HTML][PDF] Hrd. 2005:4506 nr. 182/2005 (Héðinsfjarðargöng I)[HTML][PDF] Vegagerðin bauð út verk á Evrópska efnahagssvæðinu um gerð Héðinsfjarðarganga. Lægsta boðið var sameiginlegt tilboð íslensks aðila og dansks aðila sem var 3,2% yfir kostnaðaráætlun. Fyrir tilkynningu úrslita útboðsins samþykkti ríkisstjórn Íslands að fresta verkinu um þrjú ár og nýtt útboð færi fram miðað við það. Í kjölfarið tilkynnti Vegagerðin öllum bjóðendum að öllum tilboðum hefði verið hafnað á grundvelli þensluástands í þjóðfélaginu og að stofnunin fengi ekki nægt fjármagn fyrir þessar framkvæmdir.
Augl nr. 262/1999 - Reglugerð um undirbúning, gerð og eftirlit með samningum sem ráðuneyti og ríkisstofnanir gera til lengri tíma en eins árs[PDF prentútgáfa]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 442 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2011-11-30 19:54:00 [HTML][PDF] Erindi vegna málsins: Dagbókarnúmer 1323 - Komudagur: 2012-03-02 - Sendandi: IMMI - alþjóðleg stofnun um tján. og uppl.frelsi - [PDF]