Niðurstaða fyrri deilna aðilanna um eignarhald landsins hafði verið sú að landið væri óskipt sameign þeirra beggja. Hefðbundin nýting sameignarlandsins hafði verið sem beitarland en M sf. hafði stundað á því sauðfjárbúskap og fiskvinnslu. Aðilar höfðu í sameiningu reynt að sporna við uppblæstri á mel sameignarlandsins með því að auka fótfestu jarðvegar. M sf. hefði borið hey í rofabörð og M ehf. dreift áburði og fræjum á svæðið.
M ehf. hélt því fram að M sf. hefði flutt á svæðið fiskúrgang til dreifingar á svæðinu en M sf. hélt því fram að um væri að ræða mold og lífræn efni, þar á meðal fiskslor, sem blönduð væru á staðnum svo þau gætu brotnað niður í tiltekinn tíma. Ýmsir opinberir aðilar skoðuðu málið og sá enginn þeirra tilefni til neikvæðra athugasemda.
Hæstiréttur taldi að athæfið sem krafist var lögbanns gegn hefði verið eðlileg ráðstöfun á landinu í ljósi tilgangs þeirra beggja um heftun landeyðingar og endurheimtun staðbundins gróðurs, og því hefði ekki verið sýnt fram á að M ehf. hefði orðið fyrir tjóni sökum þessa. Var því synjað um staðfestingu lögbannsins.Hrd. nr. 83/2015 dags. 8. október 2015 (Geysir)[HTML] Íslenska ríkið átti Geysi og einkaaðilar áttu umliggjandi svæði í sérstakri sameign. Einkaaðilarnir ákváðu að stofna einkahlutafélagið Landeigendafélagið Geysi í kringum rekstur svæðisins án samþykkis íslenska ríkisins og þrátt fyrir mótmæli þess. Félagið ákvað svo að setja gjaldskrá þar sem innheimt væri gjald af ferðamönnum á svæðinu og sóttist þá íslenska ríkið eftir lögbanni á gjaldheimtuna, sem var til meðferðar í dómsmáli þessu.
Hæstiréttur vísaði til óskráðrar meginreglu að meiri háttar ráðstafanir eigenda sérstakrar sameignar þyrftu samþykki þeirra allra. Að auki hafði ráðstöfunin áhrif á landsvæði sem var að fullu í eign íslenska ríkisins. Þar sem samþykki íslenska ríkisins skorti vegna þessara ráðstafana hefði setning umræddrar gjaldskrár verið óheimil. Staðfesti Hæstiréttur því lögbannið í ljósi þess að innheimta gjaldsins hefði brotið gegn eignarréttindum íslenska ríkisins.Hrd. nr. 326/2016 dags. 11. maí 2016[HTML] Hrd. nr. 8/2018 dags. 5. júní 2018[HTML] Hrd. nr. 29/2018 dags. 22. mars 2019[HTML]
Þingskjöl: Þingskjal nr. 321 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2012-10-23 14:32:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1315 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2013-03-21 17:57:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1356 (lög (samhlj.)) útbýtt þann 2013-03-26 23:35:00 [HTML][PDF]