Greitt fyrir bíl með tveimur skuldabréfum og veð reyndist handónýtt.
Dánarbú seljanda vildi bifreiðina aftur greidda. Ástand bifreiðarinnar hefði verið slíkt að það væri langtum minna en hið greidda bréf. Seljandinn hafði gott tækifæri til að kanna skuldabréfin og veðið, og kaupandinn skoðað bílinn fyrir kaup. Hæstiréttur taldi því báða aðila hafa tekið áhættu sem þeir voru látnir sæta, og því sýknað af kröfunni.