Úrlausnir.is


Merkimiði - Hrd. 2000:2083 nr. 29/2000 (Fínn miðill)

Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni
RSS-streymi merkimiðans

Athugið að taka ekki þessum listum sem tæmandi.

Yfirlit

Hæstaréttardómar (1)
Aðrir úrlausnaraðilar
Fara á yfirlit

Úrlausnir Hæstaréttar Íslands

Hrd. 232/2008 dags. 18. desember 2008 (Miðhraun)[HTML] [PDF]
M ehf. krafðist staðfestingar lögbanns við því að M sf. stæði fyrir eða efndi til losunar og urðunar jarðvegsúrgangs á sameignarland þeirra beggja þar sem þær athafnir hefðu ekki verið samþykktar af hálfu M ehf.

Niðurstaða fyrri deilna aðilanna um eignarhald landsins hafði verið sú að landið væri óskipt sameign þeirra beggja. Hefðbundin nýting sameignarlandsins hafði verið sem beitarland en M sf. hafði stundað á því sauðfjárbúskap og fiskvinnslu. Aðilar höfðu í sameiningu reynt að sporna við uppblæstri á mel sameignarlandsins með því að auka fótfestu jarðvegar. M sf. hefði borið hey í rofabörð og M ehf. dreift áburði og fræjum á svæðið.

M ehf. hélt því fram að M sf. hefði flutt á svæðið fiskúrgang til dreifingar á svæðinu en M sf. hélt því fram að um væri að ræða mold og lífræn efni, þar á meðal fiskslor, sem blönduð væru á staðnum svo þau gætu brotnað niður í tiltekinn tíma. Ýmsir opinberir aðilar skoðuðu málið og sá enginn þeirra tilefni til neikvæðra athugasemda.

Hæstiréttur taldi að athæfið sem krafist var lögbanns gegn hefði verið eðlileg ráðstöfun á landinu í ljósi tilgangs þeirra beggja um heftun landeyðingar og endurheimtun staðbundins gróðurs, og því hefði ekki verið sýnt fram á að M ehf. hefði orðið fyrir tjóni sökum þessa. Var því synjað um staðfestingu lögbannsins.
Fara á yfirlit

Aðrar úrlausnir

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Reykjaness

Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. E-1183/2017 dags. 18. maí 2018[HTML]

Fara á yfirlit

Héraðsdómur Vesturlands

Dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli nr. E-182/2007 dags. 15. apríl 2008[HTML]

Fara á yfirlit

Landsréttur

Lrd. 65/2020 dags. 12. mars 2021[HTML]