Merkimiði - Hrd. 1981:345 nr. 46/1979 (Bátur sökk í togi frá Tálknafirði til Njarðvíkur - t/b Sleipnir)
Bátur bilaði í Tálknafirði og ákvað eigandinn að fara með hann í slipp. Hann ákvað hins vegar ekki að gera það í nálægu sveitarfélagi, heldur í Njarðvík. Á leiðinni þangað sekkur báturinn. Borið var við að það hafi orðið áhættuaukning með því að toga hann svo langa leið og ætti félagið að losna undan ábyrgð. Ekki var það talið óforsvaranlegt fyrir eigandann að láta toga bátinn alla leið og félaginu því gert að greiða bæturnar. Eigandinn hafði ekki fengið kynningu á skilmálunum.