Þegar hífa átti frystigám með krana slitnuðu vírar vegna ryðs. Talið var að ekki hefði verið um stórfellt gáleysi að ræða þar sem ryðið var innan víranna án þess að það sást utan á þeim. Árið eftir var rekist á mar á kranahúsinu og síðar komist að því að það mátti rekja til slitsins. Árið eftir það var farið út í skipta um snúningslegur og vátryggingarfélaginu tilkynnt um þetta. Talið var að hinn vátryggði vanrækti tilkynningarskylduna gróflega en ekki leitt til þess að félagið hefði ekki getað gætt hagsmuna sinna, og leiddi það því eingöngu til lækkunar á bótum.
Borið var við að brotin hafi verið varúðarregla í vátryggingarskilmálum um að starfsmenn fyrirtækisins ættu að halda tækjum í góðu rekstrarástandi. Hæstiréttur taldi varúðarregluna vera alltof almenna.