Merkimiði - Hrd. 1997:2440 nr. 385/1996 (Þjófnaður úr húsi í Vogunum)
Maður átti hús og ákvað að leigja húsið og geyma allt innbúið í háaloftinu. Maðurinn fékk síðan fréttir af því að “fólk með fortíð og takmarkaða framtíð” fór að venja komur sínar í háaloftið. Hann gerði samt sem áður engar ráðstafanir til að passa upp á innbúið. Svo fór að hluta af innbúinu var stolið. Vátryggingarfélagið bar fyrir sig vanrækslu á varúðarreglu að koma ekki mununum fyrir annars staðar.