Í skilmálum var ákvæði um að vátryggður fengi ekki tjón bætt ef vátryggður hefði stefnt sér í hættu af nauðsynjalausu. Vátryggður hafði neytt áfengis og hafði 3 prómill af áfengi, og var í erjum við eiginmann sinn. Hann ýtti við henni er varð til þess að hún datt af svölunum og lést. Erfingjar hennar kröfðust bóta af vátryggingafélaginu en var synjað. Í dómnum var niðurstaðan að ekki væri hægt að beita skilmálsákvæðisins þar sem ölvun hennar ein og sér hefði ekki leitt til falls hennar af svölunum.
Úrlausnin á vef Hæstaréttar - PDF-eintak af úrlausninni