Deilt var um hvort undanþága í skilmálum slysatryggingar hefði leitt til þess að vátryggingafélag þyrfti ekki að greiða út bætur vegna tiltekins tjóns sökum atviks sem félagið taldi falla undir handalögmál. Hæstiréttur taldi að um handalögmál hefði verið um að ræða og féll það því undir undantekninguna. Taldi hann jafnframt að aðilum hafði verið heimilt að undanskilja handalögmál í skilmálunum á grundvelli þess að samningsfrelsi aðilanna heimilaði þeim að þrengja gildissvið vátrygginga með þeim hætti sem var gert í þessu tilviki.Hrd. 2003:742 nr. 401/2002 (Átök á veitingastað)[HTML] Hrd. 2003:2705 nr. 28/2003[HTML] Hrd. 2003:2727 nr. 51/2003[HTML] Hrd. 2003:4674 nr. 297/2003 (Tryggingamiðstöðin - Brjósklostrygging)[HTML] Í dómnum vísar Hæstiréttur til viðurkenndrar meginreglu um að aðilum vátryggingarsamnings sé frjálst að semja um efni hans. Hins vegar taldi Hæstiréttur að ekki væri ósanngjarnt að skýra undanþágu í samræmi við sambærilegar undanþágur í erlendum vátryggingarsamningum.