Blikksmiðameistari kærði áætlun skattstjóra um álögð gjöld sem endaði á stjórnsýslustigi með álagningu 3,5% launaskatts á vinnu við uppsetningu loftræstikerfa á byggingarstað. Taldi meistarinn að verkið væri undanþegið launaskattsskyldu og að fáránlegt væri að álagning þessa skattar færi eftir því hvar hann ynni verkið . Lögtak varð síðan gert í fasteign hans til tryggingar á skuld hans vegna greiðslu þessa skatts.
Meirihluti Hæstaréttar mat það svo að eingöngu hefði verið hægt að byggja á þeim hlutum atvinnuvegaflokkunarinnar sem hafði þá þegar verið birtur, og því var hafnað að líta á hluta hennar sem óbirtur voru við meðferð málsins og ríkið vísaði í til stuðnings máli sínu. Vísaði hann einnig til þess að löggjafinn hefði ætlað að undanþágan næði einvörðungu til þess hluta sem unninn væri á verkstæðum en ekki samsetningar hluta utan þeirra, hefði þurft að taka það skýrt fram við setningu laganna. Með hliðsjón af þessu var ekki gerður greinarmunur á þessum þáttum starfseminnar.Hrd. 1995:1075 nr. 269/1992 (Klausturhólar)[PDF] Hrd. 1997:786 nr. 283/1996 (Vöruflutningahús)[PDF] Þ tók vörubifreið á leigu frá L og bað N um að skipta út palli bifreiðarinnar fyrir svokallað vöruflutningahús. Þ lenti svo í vanskilum við L og hafði því bifreiðina ekki lengur á leigu. N gerði svo kröfu um eignarréttindi í vöruflutningahúsinu eftir að Þ hafði skilað bifreiðinni til L.
Hæstiréttur fór í hagsmunamat sökum þess að leigusamningurinn veitti engar vísbendingar um úrlausn ágreiningsins. Meðal atriða sem litið var til væri að kostnaður við að fjarlægja húsið af bifreiðinni og koma henni í fyrra stand hefði orðið mikill, auk þess sem ekki lægi fyrir hvað N hafi gert við það sem fjarlægt var af á bifreiðinni vegna viðskeytingar hússins. Í ljósi matsins taldi Hæstiréttur að L ætti vöruflutningahúsið að fullu. Varakröfu N um að fá bætur ef ekki yrði fallist á eignarréttarkröfu þeirra var vísað sjálfkrafa frá dómi sökum vanreifunar.Hrd. 1997:2939 nr. 427/1996 (Baughús - Viðskeyting vegna framkvæmda)[PDF] Hrd. 1997:3124 nr. 433/1997[PDF] Hrd. 1998:1769 nr. 291/1997 (Galtará)[PDF] P, sem átti jörðina Galtará, lést árið 1981. Eignarhlutdeildinni var skipt í sex jafna hluta og fengu fimm eftirlifandi börn hans hvern sinn hlut og skiptist sá sjötti milli tveggja barnabarna hans.
Ágreiningur var á milli J og S, tveggja erfingja P, um eignarhald á fyrrnefndum torfbæ sem á jörðinni var. J hafði á árunum 1973-1976 gert upp bústaðinn á eigin kostnað sem þá var í svo slæmu ásigkomulagi að vinnan hefði jafnað til nýbyggingar annars húss. Hinn umdeildi torfbær var ekki talinn til eigna dánarbús P við skiptin né var hann talinn upp í erfðafjárskýrslu skiptanna né í eignaskiptayfirlýsingu frá 1985.