Garðabær hafi slitið samningaviðræðunum áður en mörg erfið álitaefni höfðu verið rædd til þrautar, og höfðu verðhugmyndir aðila ekki verið reyndar til fulls. Samþykkt tillagna um deiliskipulag höfðu ekki verið leiddar til lykta án þess að Garðabær hafi skýrt með fullnægjandi hætti ástæður þeirrar frestunar. Í ljósi þessa og að virtu samhengi viðræðnanna í heild, féllst Hæstiréttur á kröfu eignarnámsþolanna um ógildingu ákvörðunarinnar um eignarnám.Hrd. 2000:2788 nr. 324/2000 (Hornafjörður - Umráð yfir grjóti - Siglingastofnun ríkisins)[HTML][PDF] Hrd. 2001:1090 nr. 58/2000 (Vatnsendi)[HTML] ÞH gerði kröfu á hendur L um niðurfellingu eignarnáms á spildu af landi Vatnsenda er fram hafði farið árið 1947. Kröfuna byggði hann á að því sem eignarnáminu var ætlað að ná fram á sínum tíma hefði ekki gengið eftir, og að L ætlaði að selja Kópavogsbæ landið undir íbúðabyggð í stað þess að skila því.
Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eingöngu lítill hluti af hinu eignarnumda landsvæðis hafði verið notað til þess að reisa fjarskiptamannvirki og því stórt svæði sem ekki hafði verið notað í þeim tilgangi. Héraðsdómur taldi að afsalið sem gefið var út árið 1947 hafi verið algert og því ætti eignarnámsþolinn enga kröfu til þess að fá aftur landspildur sem væru ekki notaðar í samræmi við eignarnámsheimildina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en tók þó fram slík endurheimt á landi þyrfti ekki að fara fram nema fyrir lægi lagaheimild eða sérstakar aðstæður.Hrd. 2003:1032 nr. 444/2002 (Smiðjuvegur)[HTML] Hrd. 2003:1158 nr. 388/2002 (Eignarnám - Fífuhvammur)[HTML] Afkomendur eignarnámsþola, er hafði þurft að sæta eignarnámi í hluta lands hans árið 1945, kröfðust viðurkenningar á eignarrétti sínum á spildunni, til vara að eignarnámið yrði dæmt ógilt, og til þrautavara var bótakrafa vegna eignarnámsins. Töldu afkomendurnir að ósannað hefði verið að eignarnámið hefði farið rétt fram, að eignarneminn hefði ekki greitt fyrir landspilduna á sínum tíma, og að eignarheimildinni hefði ekki verið þinglýst. Varakrafan byggðist á því að nýting landspildunnar væri afar lítil og hagsmunir eignarnemans af umráðum spildunnar væru afar litlir.
Hæstiréttur tók ekki undir með afkomendunum að spildan hefði verið vannýtt. Eignarneminn hafi greitt skatta af henni, girt hana af, og reist mannvirki á henni undir þá starfsemi. Þá voru lögð fram ýmis skjöl í málinu þar sem eigendur landsins hefðu viðurkennt eignarnámið. Enn fremur væru 52 ár liðin frá því málsaðilarnir hefðu beint fyrirspurnum til eignarnemans um eignarheimild hans að landspildunni. Ósannað væri að eignarnámsbæturnar hefðu verið greiddar en kröfur um þær væru fallnar niður fyrir fyrningu. Krafa eignarnemans um viðurkenningu á eignarrétti sínum voru því teknar til greina þrátt fyrir skort á þinglýstri eignarheimild.Hrd. 2004:2531 nr. 51/2004 (Lækjarbotnar - Erfðafestuland í Hafnarfirði)[HTML] Hrd. 2006:2469 nr. 511/2005 (Fjarskiptamastur - Gullver)[HTML] Ætlunin var að segja upp fjarskiptamastur á tiltekinn stað. Talið var að eignarnámsþolinn bæri sönnunarbyrðina um að rannsókn í undirbúningi ákvörðunar um eignarnám hefði verið ófullnægjandi.Hrd. nr. 645/2006 dags. 21. febrúar 2008 (Jarðefni - Gangadómar - Reyðarfjarðargöng)[HTML] Snerist um borun jarðganga um Almannaskarð, og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Eignarnám var gert í fjöllunum. Vegagerðin nýtti jarðefnið til að leggja vegi og deilt var um hvort eignarnámið hafi náð yfir jarðefnanýtingu. Hæstiréttur taldi að jarðefnið væri hluti fjallsins en efnatakan var svo dýr að hún hefði ekki verið arðbær, og því hefði jarðefnið ekki verðgildi gagnvart jarðeigandanum.Hrd. nr. 644/2006 dags. 21. febrúar 2008 (Jarðefni - Gangadómar - Almannaskarðsgöng I)[HTML] Snerist um borun jarðganga um Almannaskarð, og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Eignarnám var gert í fjöllunum. Vegagerðin nýtti jarðefnið til að leggja vegi og deilt var um hvort eignarnámið hafi náð yfir jarðefnanýtingu. Hæstiréttur taldi að jarðefnið væri hluti fjallsins en efnatakan var svo dýr að hún hefði ekki verið arðbær, og því hefði jarðefnið ekki verðgildi gagnvart jarðeigandanum.Hrd. nr. 246/2008 dags. 22. janúar 2009 (Vatnsendablettur II - Eignarnám)[HTML] Hrd. nr. 425/2008 dags. 19. mars 2009 (Vegagerðin og eignarnám - Brekka í Núpasveit)[HTML] Vegagerðin vildi leggja þjóðveg og valdi leið er myndi krefjast eignarnáms jarðarinnar Brekku í Núpasveit. Í þeim tilgangi fékk Vegagerðin framkvæmdaleyfi frá sveitarfélaginu og krafðist umrædds eignarnáms, er eigendur jarðarinnar voru ekki sáttir með. Yfirlýstur tilgangur þeirrar tilteknu leiðar væri að stytta akstursvegalengdir milli þéttbýliskjarna og þar af leiðandi stuðla að myndun eins þjónustusvæðis. Nokkrir möguleikar voru fyrir hendi og voru valkostirnir sendir til úrskurðar hjá Skipulagsstofnun og við málsmeðferð hennar leitaði hún umsagnar sveitarfélagsins. Hún taldi þrjár leiðir koma helst til greina (nr. 140, 141, og 150) en taldi þá leið sem málið snýst um (nr. 141) vera þá álitlegustu. Fornleifavernd ríkisins ritaði til Skipulagsstofnunar í tilefni úrskurðsins og taldi hina völdu leið þrengja mjög að fornminjum á svæðinu og leið nr. 150 vera ákjósanlegri.
Eigendurnir kærðu úrskurð Skipulagsstofnunar til ráðherra og færðu í kæru sinni rök fyrir leið nr. 150 og tefldu því einnig fram að hægt væri að nýta jarðir sem íslenska ríkið ætti þá þegar. Ábúendurnir kærðu þá einnig úrskurð Skipulagsstofnunar þar sem andmælt væri vali á leið nr. 150. Ráðherra taldi ekki ástæðu til annars en að staðfesta hinn kærða úrskurð en þó með skilyrðum eftir því hvaða leið yrði valin.
Fyrir héraðsdómi kröfðust eigendurnir ógildingar á eignarnáminu og framkvæmdaleyfinu. Í héraði voru málsúrslit þau að bæði Vegagerðin og sveitarfélagið voru sýknuð af téðum kröfum eigendanna.
Hæstiréttur sýknaði sveitarfélagið af kröfu um ógildingu framkvæmdaleyfisins þar sem ekki fundust annmarkar í stjórnsýslumeðferð málsins er réttlætti það, en hann ógilti hins vegar eignarnámið á þeim forsendum að Vegagerðin gat ekki sýnt fram á að leið nr. 141 hafi verið betri en hinar, þar á meðal á grundvelli óstuddra yfirlýsinga um kostnaðarauka ef leið nr. 150 yrði valin í staðinn. Þær jarðir sem leið 150 hefði legið um voru allar í eign ríkisins og því leitt til vægari aðgerða gagnvart almenningi en hinar leiðirnar.Hrd. nr. 345/2008 dags. 8. október 2009 (Jarðgöng 3 - Almannaskarðsgöng II)[HTML] Hrd. nr. 233/2011 dags. 18. október 2012 (Kárahnjúkavirkjun)[HTML] Samið var um árið 2005 um framsal vatnsréttinda á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem reisa átti á svæðinu og að réttarstaðan samkvæmt samningnum yrði að öllu leyti jafngild eignarnámi þeirra réttinda. Á grundvelli samningsins var skipuð sérstök matsnefnd sem ákveða ætti umfang og verðmæti þeirra réttinda. Sumir landeigendanna voru sáttir við niðurstöðuna en margir þeirra ekki.
Hópur landeigenda fór í dómsmál til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar hvað varðaði verðmæti réttindanna, og vísuðu til matsgerðar tveggja dómkvaddra matsmanna. Töldu þeir að nefndin hefði beitt rangri aðferðafræði og því hefðu bæturnar verið alltof lágar.
Hæstiréttur nefndi að þar sem fallréttindi væru afar sérstök þyrfti að beita afbrigðum frá hinum hefðbundnu aðferðum við mat á eignarnámsbótum enda lítill eða enginn virkur markaður fyrir nýtingu slíkra réttinda hér á landi. Hann féllst á aðferðafræðina sem matsnefndin beitti þar sem hún var í samræmi við gildandi réttarframkvæmd í viðlíka málum. Þá þyrfti einnig að hafa í huga þær miklu fjárfestingar er fælust í leit og vinnslu á þeirri orkuauðlind, markað fyrir orkuna, og fleiri atriði. Þó féllst hann á með héraðsdómi að við hæfi væri að hækka þær bætur sem landeigendur áttu að fá samkvæmt matsnefndinni.Hrd. nr. 329/2012 dags. 6. desember 2012 (Hrunumannahreppur - Útlaginn)[HTML] Hrd. nr. 583/2014 dags. 26. mars 2015 (Hjarðarhagi)[HTML] Hrd. nr. 53/2015 dags. 13. maí 2015 (Umráðataka vegna Suðurnesjalínu 2)[HTML] Ágreiningur var um úrskurð matsnefnd eignarnámsbóta vegna snemmbærrar umráðasviptingu landspilda fimm jarða vegna lagningu Suðurnesjalínu 2. Ráðherra hafði áður orðið við beiðni Landsnets um heimild til eignarnáms þessa lands, með vísan til almannaþarfar.
Sveitarfélagið taldi að ekki hefðu verið uppfyllt skilyrði um almenningsþörf og meðalhóf sökum þess að ráðherrann sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni áður en hann veitti heimildina, að samráðsskyldan gagnvart sér hafi verið brotin, og að brotið hafi verið gegn andmælareglunni. Íslenska ríkið andmælti þeim málatilbúnaði þar sem hann hafi boðað til kynningarfunda um málið og að tillögur Landsnets hafi farið í gegnum viðeigandi ferli hjá Skipulagsstofnun og Orkustofnun.
Þingskjöl: Þingskjal nr. 700 (stjórnarfrumvarp) útbýtt þann 2002-12-12 15:55:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1406 (frumvarp eftir 2. umræðu) útbýtt þann 2003-03-14 22:40:00 [HTML][PDF] Þingskjal nr. 1428 (lög í heild) útbýtt þann 2003-03-15 17:39:00 [HTML][PDF]