Fara á yfirlitÚrlausnir Hæstaréttar Íslands
Hrd. 2001:1090 nr. 58/2000 (Vatnsendi)[HTML]ÞH gerði kröfu á hendur L um niðurfellingu eignarnáms á spildu af landi Vatnsenda er fram hafði farið árið 1947. Kröfuna byggði hann á að því sem eignarnáminu var ætlað að ná fram á sínum tíma hefði ekki gengið eftir, og að L ætlaði að selja Kópavogsbæ landið undir íbúðabyggð í stað þess að skila því.
Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að eingöngu lítill hluti af hinu eignarnumda landsvæðis hafði verið notað til þess að reisa fjarskiptamannvirki og því stórt svæði sem ekki hafði verið notað í þeim tilgangi. Héraðsdómur taldi að afsalið sem gefið var út árið 1947 hafi verið algert og því ætti eignarnámsþolinn enga kröfu til þess að fá aftur landspildur sem væru ekki notaðar í samræmi við eignarnámsheimildina. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms en tók þó fram slík endurheimt á landi þyrfti ekki að fara fram nema fyrir lægi lagaheimild eða sérstakar aðstæður.
Hrd. 560/2007 dags. 6. nóvember 2007 (Vatnsendi 4)[HTML]Krafist var ógildingar á erfðaskrá MEH þar sem veigamikil brot höfðu verið á framkvæmd ákvæða hennar og brostnar forsendur um gildi hennar. Þeim málatilbúnaði var hafnað þar sem hún hefði verið lögð til grundvallar skipta á þremur dánarbúum og andmælum við skipti á dánarbúi MEH hefði verið hafnað á sínum tíma, og leiðir til að krefjast ógildingar höfðu ekki verið fullnýttar þá. Málinu var því vísað frá.
Hrd. 599/2009 dags. 13. nóvember 2009[HTML]
Hrd. 701/2012 dags. 3. maí 2013 (Vatnsendi 6)[HTML]Greint var á um staðsetningu beins eignarréttar að jörðinni Vatnsenda, þ.e. hvort hann hefði í raun færst frá dánarbúi SKLH til MSH eða hvort hann væri enn í dánarbúinu. Hæstiréttur taldi að um hið síðarnefnda væri að ræða.
Hrd. 740/2013 dags. 6. desember 2013 (Vatnsendi 7)[HTML]Í máli þessu var deilt um það hvort réttur aðila til lands hefði verið beinn eða óbeinn eignarréttur að landinu. Hæstiréttur taldi að um hefði verið að ræða óbeinan eignarrétt og því ætti að leiðrétta þinglýsingabækur.
Hrd. 751/2014 dags. 5. mars 2015 (Vatnsendi 8)[HTML]Litið var svo á að ákvörðun skiptastjóra dánarbús MSH um að úthluta beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda til ÞH væri ógild þar sem MSH hefði fengið jörðina afhenta til umráða og afnota, þar sem hinn beini eignarréttur hefði ekki verið til staðar á þeim tíma. Hæstiréttur leit svo á að þau réttindi gætu aldrei gengið til baka til dánarbúsins, óháð því hvort það sé vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts MSH né brot ÞH á erfðaskránni, en í síðastnefnda tilvikinu myndi jörðin ganga til næsta rétthafa frekar en aftur til dánarbúsins.
Hrd. 167/2015 dags. 12. mars 2015[HTML]
Hrd. 121/2016 dags. 16. mars 2016 (Vatnsendi 10)[HTML]Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um frávísun máls er sneri að því hvort Kópavogsbær hafi greitt réttum aðila þær eignarnámsbætur sem ÞH fékk. Hæstiréttur taldi þýðingarmest í málinu að fyrir liggi eðli og umfang þeirra óbeinu eignarréttinda sem hvíla á jörðinni. Héraðsdómi var gert að taka málið til efnismeðferðar.
Hrd. 711/2017 dags. 14. desember 2017 (Eignarnámsbætur)[HTML]
Hrd. 45/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]