Merkimiði - Hrd. 82/2014 dags. 6. nóvember 2014 (Grimsborgir II - Ásborgir)
Aðili keypti af sveitarfélagi tvær byggingarlóðir í landi og ætlaði að koma þar upp íbúðarbyggð. Fáeinum árum eftir kaupin uppgötvar kaupandinn umræður um það hvort skilgreina ætti svæðið einnig sem atvinnusvæði, og svo verður af því. Hæstiréttur taldi að seljandinn hefði brotið á samningsskyldum sínum með saknæmum hætti með þeirri endurskilgreiningu. Þetta var talið vera eftirfarandi vanefnd á kaupsamningi þeirra.