Krafist var ógildingar á erfðaskrá MEH þar sem veigamikil brot höfðu verið á framkvæmd ákvæða hennar og brostnar forsendur um gildi hennar. Þeim málatilbúnaði var hafnað þar sem hún hefði verið lögð til grundvallar skipta á þremur dánarbúum og andmælum við skipti á dánarbúi MEH hefði verið hafnað á sínum tíma, og leiðir til að krefjast ógildingar höfðu ekki verið fullnýttar þá. Málinu var því vísað frá.
Fara á yfirlitÚrlausnir Hæstaréttar Íslands
Hrd. 599/2009 dags. 13. nóvember 2009[HTML] [PDF]
Hrd. 364/2013 dags. 7. júní 2013 (Tómlæti)[HTML] [PDF]Ef maður bíður of lengi með að koma með kröfu um ógildingu, þá er hún of seint fram komin.
Erfingi vefengdi erfðaskrá þremur árum eftir fyrsta skiptafund. Á þeim skiptafundi mætti sá erfingi með lögmanni og tjáði sig ekki þegar sýslumaður spurði hvort einhver vefengdi hana.
Skiptum var ekki lokið þegar krafan var sett fram en voru vel á veg komin.
Hrd. 751/2014 dags. 5. mars 2015 (Vatnsendi 8)[HTML] [PDF]Litið var svo á að ákvörðun skiptastjóra dánarbús MSH um að úthluta beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda til ÞH væri ógild þar sem MSH hefði fengið jörðina afhenta til umráða og afnota, þar sem hinn beini eignarréttur hefði ekki verið til staðar á þeim tíma. Hæstiréttur leit svo á að þau réttindi gætu aldrei gengið til baka til dánarbúsins, óháð því hvort það sé vegna brostinna forsendna fyrir erfðaskránni, andláts MSH né brot ÞH á erfðaskránni, en í síðastnefnda tilvikinu myndi jörðin ganga til næsta rétthafa frekar en aftur til dánarbúsins.
Hrd. 45/2022 dags. 23. maí 2023[HTML]