Úrlausnir.is


Merkimiði - Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5986/2010 (Aðild að Félagi læknanema)

Síað eftir merkimiðanum „Álit umboðsmanns Alþingis nr. 5986/2010 (Aðild að Félagi læknanema)“.

Félag læknanema valdi með tilviljanakenndum hætti röð þeirra sem fengju að velja úr störfum en þó fékk stjórnin forgang um val á störfum.

Einn læknaneminn sótti um starf framhjá félaginu og var settur á svartan lista ásamt álagningu sektar. Margar stofnanir höfðu gert samning við félagið um þetta er leiddi til þess að læknaneminn var útilokaður.

Umboðsmaður taldi stjórnvöld gætu ekki bundið ráðningu í opinbert starf við aðild í einkaréttarlegu félagi þar sem það bryti í bága við félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar enda lágu fyrir engar lagaheimildir né kjarasamningar um annað.

Álitið á vef umboðsmanns Alþingis

Sýna merkimiða.
ⓘ = Hlekkurinn inniheldur nánari upplýsingar um efni merkimiðans.